Áhugavert á WTM um heilsuferðaþjónustu

 

Fyrir þá sem eru að fara á WTM í London í byrjun nóvember viljum við benda á að í tengslum við sýninguna eru áhugaverðir fyrirlestrar sem ástæða er til að kynna sér.  Þann 6. nóvember er margt tengt heilsuferðaþjónustu, má þar meðal annars nefna:

  • What exactly is Wellness Tourism? Why is it growing twice as fast as tourism in general? How can the travel industry benefit?
  • Defining the difference between Medical Tourism and Wellness Tourism -

Um þetta má fræðast nánar á heimasíðu sýningarinnar

Sköpum vellíðan – vinnustofur í samvinnu við NMI

Samtök um heilsuferðaþjónustu í samvinnu við  Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður á vinnustofur í vöruþróun fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Markmiðið er að styðja fyrirtæki til að auka virði afurða í vellíðunartengdri ferðaþjónustu, að auka þekkingu innan ferðaþjónustu á þeim möguleikum sem samstarf við skapandi greinar getur opnað við vöruþróun og upplifunarhönnun og auka þverfaglegt samstarf

  • Hvar:  Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Árleyni 8 (Austurholt), 112 Reykjavík
  • Hvenær:  17. október og 28. nóvember frá kl. 11 – 16
  • Verð:  15.000.- fyrir meðlimi í Samtökum um heilsuferðaþjónustu – 25.000.- fyrir aðra

Nánari upplýsingar og skránig hér

Drög að reglugerð um náttúrulaugar og óhefðbunda baðstaði

Umhverfisstofnun hefur sent samtökunum  til umsagnar drög að reglugerð um náttúrulaugar og óhefðbundna baðstaði. Þetta er málefni sem mun snerta marga aðila í ferðaþjónustu og gott væri að fá viðbrögð sem flestra bæði félaga í Iceland of Health og annara sem áhuga hafa.  Náttúrulaugarnar eru aðdráttarafl fyrir ferðamenn víða um land bæði á láglendi sem hálendi

Hægt er að sjá drögin hér DRÖG_Reglugerð um náttúrulega og óhefðbundna baðstaði_umsögn #2_2013

Vefsíða okkar á íslensku

Vefur samtakanna – www.islandofhealth.is – er nú bæði á íslensku og ensku. Íslenski hlutinn lítur nú dagsins ljós í fyrsta skipti.  Ætlunin er að efla samskipti við og á milli aðildarfélaga jafnframt því sem hann mun nýtast öllum sem eru áhugasamir um heilsuferðaþjónustu. Enska hlutanum er ætlað að kynna möguleika Íslands í greininni.