Um samtökin

Samtök um heilsuferðaþjónustu – Iceland of Health

Samtök um heilsuferðaþjónustu voru stofnuð formlega þann 28. janúar 2010.  Stofnaðilar voru 37 fyrirtæki. Hugmyndin með samtökunum var að mynda og fullmóta sameiginlegan vettvang til að vinna að heilsulandinu Íslandi. Meginmarkmið samtakanna eru að:

 

  •  Miðla þekkingu innan samtakanna
  • Stuðla að vöruþróun og nýsköpun með áherslu á mótun sérstöðu á hverjum stað
  • Stuðla að fagmennsku og uppbyggingu gæðamála í heilsuferðaþjónustu.
  • Efla heilsuferðaþjónustu á Íslandi og vera samráðsvettvangur þeirra aðila sem stunda slíka ferðaþjónustu
  • Styrkja tengsl og miðla þekkingu aðila í heilsuferðaþjónustu á Íslandi og stuðla að fagmennsku í greininni.
  • Standa að kynningu og markaðssetningu greinarinnar

Samtökin stefna að því að innan 5 ára verði Ísland raunhæfur og vel þekktur áfangastaður heilsuferðamanna.

Meira um stefnu samtakanna má finna hér: Stefnumótun Iceland of health 2011

Vefur samtakanna – www.islandofhealth.is – er bæði á íslensku og ensku. Íslenski hlutinn sem kom upp snemma á árinu 2013 er ætlaður til samskipta fyrir aðildarfélaga og aðra sem eru áhugasamir um heilsuferðaþjónustu en enska hlutanum er ætlað að kynna möguleika Íslands í greininni.